Áratuga reynsla af sálfræðilegri meðferð og ráðgjöf
Lærdómur sem endist ævina

Haukur er gríðarlega fær sálfræðingur sem hefur veitt starfsfólki VÍS þjónustu frá árinu 2008 . Starfsfólk og stjórnendur hafa notið leiðsagnar hans, bæði vegna andlegra veikinda og persónulegra áfalla en ekki síður þegar viðfangsefnin eru tengd streitu og samskiptum í starfi.
Anna Rós Ívarsdóttir
Mannauðsstjóri VÍS

Við höfum ávallt fengið gagnleg ráð og góðan stuðning þegar við höfum leitað til Hauks með sálfræðileg mál sem snerta vinnustaðinn. Ég get því mælt með þjónustu Hauks á þessu sviði.
Vilborg Helga Harðardóttir
Forstjóri Já

Við höfum nýtt okkur þjónustu Hauks í þónokkur ár og hefur hópur starfsmanna Advania fengið aðstoð hjá honum. Helst beinum við til hans starfsfólki sem er að slást við andleg veikindi svo sem kvíða, þunglyndi og álíka en einnig þá geta vandamál heima og í vinnunni verið ástæða tilvísunar. Sú endurgjöf sem ég hef fengið frá starfsfólki hefur verið jákvæð og er okkar fólk ánægt með þá aðstoð sem þau hafa fengið hjá Hauki.
Hinrik Sigurður Jóhannesson
Framkvæmdastjóri Advania

Þjónusta Hauks hefur verið mikilvægur hlekkur í heilsu- og vellíðunarstefnu okkar og hann er sterkur bakhjarl fyrir mannauð og stjórnendur. Ég er þess fullviss að það er fjárfesting sem hefur skilað sér í bættri almennri líðan starfsmanna og færri veikindadögum.
Anna Rós Ívarsdóttir
Mannauðsstjóri VÍS

Ég nýtti þjónustu Hauks Sigurðssonar, sálfræðings, í margvíslegum málum í starfi mínu sem mannauðsstjóri Heklu. Þar á meðal má nefna sáttamiðlun, sálfræðiaðstoð og stjórnenda- og samskiptaráðgjöf. Mikil ánægja var með ráðgjöf og aðstoð Hauks og mæli ég hiklaust með honum.
Sigríður Dröfn Ámundadóttir
fv. Mannauðsstjóri Heklu

Haukur hefur víðtæka reynslu sem sálfræðingur auk þess sem hann starfaði sem lögreglumaður samhliða námi sínu. Það innsæi hjálpar honum við að veita lögreglumönnum stuðning í kjölfar áfalla í starfi og annarrar erfiðrar lífsreynslu.
Ólafur Örn Bragason
Forstöðurmaður Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar

Ég hef þekkt Hauk lengi og af góðu einu. Hann er vandvirkur sálfræðingur sem sinnir skjólstæðingum sínum af nærgætni og fagmennsku. Hann kappkostar að sinna sinni endurmenntun vel. Í þeim trúnaðarstörfum sem hann hefur sinnt hefur vel verið haldið utan um hlutina og fagmennskan verið í fyrirrúmi.
Þórdís Rúnarsdóttir
Sálfræðingur
Hafðu samband
MÁN-FIM 08:30 - 16:30, FÖS 08:30 - 14:00
TENGJUMST Á:
september 2022
sep 15 2022
ACT GRUNNUR 15. sept 2022 (4x vikulega á FIM 16:00-19:00-samtals 4 skipti)
Sálfræðistofan Höfðabakka
Sem stendur finnst ekki viðburður á dagskrá í þessum flokki. Kíktu aftur fljótlega.
Nýjustu pistlar
ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð
Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri
Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …
6 árangursríkar aðferðir við að gagnrýna
Flestum finnst óþægilegt að gagnrýna aðra og við erum oft óörugg gagnvart því hvernig er best að koma gagnrýni til skila. Ein algengasta ráðlegging um …