Þessi hugleiðsla er sérstaklega hugsuð fyrir heilbrigðisstarfsfólk og aðra sem eru að vinna með þeim sem hafa orðið fyrir beinum áhrifum af Covid-19 faraldrinum. Einföld hugleiðsla til að jarðtengja sig á erfiðum stundum.
Taktu þér nokkrar mínútur til að slaka á. Haukur Sigurðsson sálfræðingur leiðir þig í gegnum einfalda og sígilda slökunaraðferð þar sem þú spennir og slakar á vöðvum í andliti, baki, höndum og fótum.
Flest okkar erum við að gera gríðarlegar breytingar á því hvernig við lifum okkar daglega lífi í þeim tilgangi að passa upp á og hlúa að öðrum. Þetta er tækifæri til þess að rækta með okkur þann eiginleika að hlúa að öðrum og þakklæti til þeirra sem gera hið sama fyrir okkur.
Viðtal við Hauk Sigurðsson sálfræðing getur farið fram í gegnum netið í hljóði og mynd. Þetta getur komið sér vel ef fólk getur ekki farið ferða sinna vegna Covid-19 faraldursins. Þegar þú pantar lætur þú vita að þú viljir netviðtal. Þú færð svo sendan hlekk sem þú einfaldlega smellir á til að taka þátt í samtalinu.