FYRIRLESTRAR​

Fræðsla - Hvatning - innblástur​

Reynsla og þekking

Haukur hefur yfir 15 ára reynslu af fyrirlestrahaldi fyrir stóra sem minni hópa. Hann hefur meðal annars haldið fyrirlestra í stærstu fyrirtækjum landsins auk þess að koma fram í sjónvarpi og útvarpi. Haukur hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í yfir áratug og er ástríðufullur um að deila þeirri innsýn og skilningi sem sálfræði býr yfir til almennings. 

Auk yfirgripsmikillar sálfræðilegrar þekkingar hefur Haukur fjölbreytta lífsreynslu sem veitir honum enn betri innsýn inn í þjáningu og áskoranir fólks, og hvernig við getum nýtt þá stórkostlegu innri hæfileika sem búa innra með okkur til að ná hámarks árangri og lifa tilgangsríku og fyllandi lífi. Starfsreynsla hans er víðtæk og hefur hann meðal annars starfað sem lögreglumaður, íþróttaþjálfari, á geðdeildum og endurhæfingastöðvum, sjúkrahúsum, og nýverið lauk hann löngum ferli sem formaður Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Haukur er fyrrverandi landsliðsmaður, Íslandsmeistari, Íslandsmethafi og þjálfari í frjálsum íþróttum, en hann var meðal annars landsliðsþjálfari íslenska frjálsíþróttaliðsins á ólympíuleikum fatlaðra í Atlanta 1996.

Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir
Haukur er frábær fyrirlesari. Hann undirbýr sig vel, les hópinn og nær góðri tengingu við áheyrendur, hvort sem er í fjarfundi eða á staðnum. Við höfum verið mjög ánægð með hann sem lýsir sér best í því að við leitum ítrekað til hans. Hann býr yfir mikilli reynslu og þekkingu og hefur því komið inn til okkar með mismunandi viðfangsefni til að mynda varðandi svefn, heilsu, samskipti, sjálfsstyrkingu og vellíðan. Allt eftir því hver þörfin er hverju sinni. Starfsmenn hafa verið ánægðir með fyrirlestrana og talið þá vera gagnlega.
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir
Starfsþróunarstjóri
vis_fyrir_edit_anna_ros_crop
Við hjá höfum fengið Hauk til að halda fyrirlestra fyrir starfsfólk á sviði andlegrar heilsu, streitu og jafnvægis. Nálgun Hauks er praktísk og í anda jákvæðrar sálfræði þar sem áherslan er á ábyrgð hvers og eins á eigin vellíða og velgengni. Þekking Hauks á efninu er framúrskarandi og framsetning hans í formi samtals við áheyrendur hefur fallið vel í kramið hjá okkar fólki.
Anna Rós Ívarsdóttir
Mannauðsstjóri

Gagnlegir fyrirlestrar sem standast væntingar

92% starfsmanna sem sóttu fyrirlestur sem Haukur hélt nýverið fyrir íslenskt stórfyrirtæki sögðu að fyrirlesturinn hefði staðið undir væntingum og 96% sögðu fyrirlesturinn hafa verið gagnlegan.

0%
Fyrirlesturinn uppfyllti væntingar
0%
Fyrirlesturinn var gagnlegur

Veldu eitt af listanum eða óskaðu eftir öðru fyrirlestrarefni

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)