Fyrirlestrar

Fræðlsa - hvatining - innblástur

Reynsla og þekking

Haukur hefur yfir áratuga reynslu af fyrirlestrahaldi fyrir stóra sem minni hópa. Hann hefur meðal annars haldið fyrirlestra í stærstu fyrirtækjum landsins auk þess að koma fram í sjónvarpi og útvarpi. Haukur hefur starfað sem klínískur sálfræðingur í yfir áratug og er ástríðufullur um að deila þeirri innsýn og skilningi sem sálfræði býr yfir til almennings. 

Auk yfirgripsmikillar sálfræðilegrar þekkingar hefur Haukur fjölbreytta lífsreynslu sem veitir honum enn betri innsýn inn í þjáningu og áskoranir fólks, og hvernig við getum nýtt þá stórkostlegu innri hæfileika sem búa innra með okkur til að ná hámarks árangri og lifa tilgangsríku og fyllandi lífi. Starfsreynsla hans er víðtæk og hefur hann meðal annars starfað sem lögreglumaður, íþróttaþjálfari, á geðdeildum og endurhæfingastöðvum, sjúkrahúsum. Hann hefur einnig sinnt félagsstörfum á sviði sálfræði og á m.a. langan feril að baki sem formaður Félags sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Haukur er fyrrverandi landsliðsmaður, Íslandsmeistari, Íslandsmethafi og þjálfari í frjálsum íþróttum, en hann var meðal annars landsliðsþjálfari íslenska frjálsíþróttaliðsins á ólympíuleikum fatlaðra í Atlanta 1996.

Gagnlegir fyrirlestrar sem standast væntingar

Niðustöður könnunar á ánægju starfsmanna íslensks stórfyrirtækis með fyrirlestur Hauks

Stóðst fyrirlesturinn væntingar?
92%
Var fyrirlesturinn gagnlegur?
96%

Veldu eitt af listanum eða óskaðu eftir öðru fyrirlestrarefni

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)