Covid-19 Sálfræðileg bjargráð

hvernig er best að takast á við flugþreytu

Margir kannast við flugþreytu þegar ferðast er milli tímabelta. Ferðalag milli tímabelta raskar líkamsklukkunni og getur valdið því að það reynist erfiðara að sofna og sofa. Afleiðingarnar eru þeyta og syfja að degi til, einbeitingarskortur of fleira.

Áhrifin fara eftir því yfir hversu mörg tímabelti er ferðast og hvort ferðinni er heitið austur á bóginn eða vestur. Ferðalag til austurs skilar því að líkamsklukkan er of sein miðað við það tímabelti sem við erum staðsett í og ferðalag til vesturs skilar gagnstæðum áhrifum. Hvoru tveggja getur orsakað verulega röskun á svefni. Því fleiri tímabelti sem ferðast er yfir, þeim mun meiri áhrif á svefninn.

Almennt er miðað við að fyrir hvert tímabelti sem ferðast er yfir, þurfi fólk einn dag til þess að rétta af líkamsklukkuna. Það að ferðast yfir eitt tímabelti er líklegt til að orsaka litla eða enga röskun á svefni, en flugferð yfir hálfan hnöttinn getur valdið einkennum sem vara vikum saman. Erfiðleikar með að festa svefn í flugvél og streita sem getur fylgd ferðalögum geta valdið enn frekari flugþreytueinkennum.

Ef þú hyggst ferðast milli nokkurra tímabelta en ætlar aðeins að dvelja á áfangastaðnum í fáa daga er líklegt að þú hafir of lítinn tíma til að aðlagast nýjum tíma. Í slíkum tilfellum er betra að þú haldir þig við þinn eðlilega svefn-vöku tíma eins og mögulegt er. Ef þú ætlar að dvelja á nýju tímabelti í lengri tíma þá eru eftirfarandi ráð hjálpleg við að draga úr flugþreytu:

  • Breyttu háttatímanum og framúr tímanum þínum smám saman í áttina að tímabelti áfangastaðarins. Það þýðir að flýta smám saman háttatíma og framúrtíma ef þú ætlar að ferðast í austur en seinka þessum tímum ef þú ferðast vestur.
  • Til þess að forðast vökvatap, drekktu nóg af vatni og forðastu koffín og alkahól í fluginu. Vökvaþurrð eykur á flugþreytu.
  • Aðlagaðu svefntíma þinn að staðartíma strax við komu. Notaðu dagsljós og líkamshreyfingu til að komast hjá dagsyfju. Skipulegðu máltíðir samkvæmt staðartíma. Farðu ekki að sofa fyrr en það er kominn háttatími samkvæmt staðartíma. Ef það reynist nauðsynlegt, blundaðu þá í hámark 45 mínútur um miðjan dag. Fylgdu sömu leiðbeiningum þegar þú ferðast aftur heim.
  • Gefðu þér tíma til að aðlagast nýju tímabelti og reyndu að skipuleggja ekki mikið fyrsta daginn. Ef þú þarft að sinna mikilvægu erindi, reyndu þá að vera kominn á áfangastað deginum fyrr.

Deildu þessum pistli á

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest
Share on email

Hlúðu að geðheilsunni í sóttkví

Fyrir ekki löngu síðan óraði okkur ekki fyrir því að standa frammi fyrir þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú eru. Á meðan yfirvöld og við öll …

Lesa meira →

Ótti er ekki besta merkið um hættu

Skynjuð hætta manneskjunnar er að stórum hluta til knúin áfram af tilfinningum. Þetta hafa sálfræðilegar rannsóknarniðurstöður sýnt í áratugi. Það sem þessar niðurstöður sýna er …

Lesa meira →

Þeir sem fylgjast meira með Covid-19 upplifa meiri hættu

Rannsóknir benda til þess að eftir því sem við lesum meira um covid-19 veiruna á samfélagsmiðlum þeim mun meiri hættu skynjum við af völdum hennar …

Lesa meira →