Gagnrýni

6 árangursríkar aðferðir við að gagnrýna

Flestum finnst óþægilegt að gagnrýna aðra og við erum oft óörugg gagnvart því hvernig er best að koma gagnrýni til skila. Ein algengasta ráðlegging um hvernig er best að gagnrýna frammistöðu annarra er svokölluð hróssamloka (e. compliment sandwich). Þú segir eitthvað jákvætt eða hrósar fyrst; síðan segirðu gagnrýnina (það sem þú ætlaðir fyrst og fremst að segja); og að lokum segirðu eitthvað jákvætt aftur. Tilgangur aðferðarinnar er að mýkja höggið, gera það auðveldara fyrir þann sem tekur við gagnrýninni að heyra erfiðu skilaboðin.

En eins og ég skrifaði um í öðrum pistli þá benda rannsóknarniðurstöður til þess að aðferðin sé ekki árangursrík. Hróssamlokan þjónar helst þeim tilgangi að láta þann sem gagnrýnir líða betur, en aðferðin virðist ekki vera hjálpleg þeim sem tekur við gagnrýninni.

Í stað þess að nota þessa aðferð mæli ég með því að þú hafir eftirfarandi í huga til að hámarka gagnsemi þess að gagnrýna aðra:

1. Spurðu hvort viðkomandi vill gagnrýni
Dæmi: „Ég hef tekið eftir nokkrum atriðum sem betur mættu fara og ég var að spá hvort þú hefðir áhuga á að fá endurgjöf varðandi verkefnið“. Mín eigin reynsla og annarra sem hafa þegið mína ráðgjöf er að það er afar sjaldgæft að fólk sýni ekki áhuga á að fá endurgjöfina. Eftir þennan inngang hefur sá sem er gagnrýndur samþykkt fyrirfram að fá gagnrýnina, sem skilar því að hann er ólíklegri til að fara í varnarstöðu þegar hann tekur við henni.

2. Útskýrðu af hverju þú ert að gagnrýna
Árið 2013 náði teymi sálfræðinga að gera gagnrýni 40% áhrifaríkari með því að láta eftirfarandi formála koma á undan gagnrýninni: „Ég er að láta þig vita af þessum athugasemdum vegna þess að ég vænti mikils af þér og og veit að þú getur staðið undir þeim væntingum“ (e. “I’m giving you these comments because I have very high expectations and I know that you can reach them.”). Fólk er í raun mjög opið fyrir gagnrýni þegar það trúir því að tilgangurinn sé að hjálpa því og sá sem gagnrýnir sé persónulega umhugað.

3. Settu þig ekki á háan hest
Gagnrýni leiðir oft til þess að fólk upplifir sig minni máttar. Ef þú hefur þetta í huga og gerir þitt til þess að jafna þetta ójafnvægi (stundum valdaójafnvægi) þá er líklegt að sá sem tekur við gagnrýninni upplifi hana mun minna ógnandi. Dæmi: „Nú erum við búin að vinna saman í nokkurn tíma og ég held að það væri gott ef við kæmum með tillögur til hvers annars um hvernig við getum gert hlutina betur.“ Þetta er aðeins eitt dæmi en lykilinn er að senda frá þér skilaboð um að þú sért ekki fullkomin(n) og sért líka að reyna að bæta þig.

4. Stuðlaðu að því að gagnrýnin verði að gagnsæju samtali en ekki einræðu þar sem þú hefur það að markmiði að hafa yfirhöndina.
Dæmi: Gunnar og Sóley, ég vildi ræða við ykkur vegna þess að ég hef áhyggjur. Fyrirlesturinn sem þið hélduð fyrir framkvæmdarstjórnina í gær gæti hafa valdið misskilningi varðandi áætlun fyrirtækisins. Má ég byrja á því að segja ykkur hvernig ég myndi vilja að ræddum þetta núna. Ég vil byrja á því að segja ykkur hvað það var sem gerði mig áhyggjufullan og fá að vita hvort þið tókuð eftir  þessu líka. Eftir að við höfum myndað sameiginlegan skilning á því hvað gerðist vil ég segja ykkur meira frá áhyggjum mínum og fá að vita hvort þið deilið þessum áhyggjum með mér. Síðan getum við ákveðið hvort og þá hvað við þurfum að gera í framhaldinu. Hvernig líst ykkur á þetta?“ Með því að deila því fyrirfram hvernig þú vilt ræða gagnrýnina og spyrja hvort hinir séu samþykkir, verður til samvinna um hvernig umræðan fer fram. Þannig aukast líkurnar á því að sá sem er gagnrýndur upplifi sanngirni og virðingu í samræðunni og þannig eru meiri líkur á því að allir læri eitthvað.

5. Aðskildu hrós frá endurgjöf um það sem betur mætti fara.
Láttu svolítinn tíma líða á milli jákvæðrar og neikvæðrar endurgjafar. Dæmi: „Jóhann, ég er ánægður með skýrsluna þína. Hún er skýr og það var vel gert að skila henni á undan áætlun. Þakka þér fyrir.“ Til dæmis eftir tvo daga gæti gagnrýnandinn sagt: „Jóhann, ég hef verið að hugsa um skýrsluna þína og ég tel að hún verði enn betri ef þú lagar tvö atriði.“ Forðastu að segja „skýrslan er fín hjá þér, en…

6. Vertu ákveðin(n) þegar þú kemur gagnrýni þinni til skila.
Mikilvægt er að rugla ekki saman ákveðni og óvægni eða árásarham. Vertu ákveðin(n) í þeim skilningi að senda skilaboð um gagnrýnina skýrt og greinilega, en um leið af virðingu við þann sem þú ert að gagnrýna.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)