ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn tími á byltingarkenndar breytingar á því hvernig við hugsum meðferð? Ímyndaðu þér meðferð þar sem engin áhersla er á að draga úr einkennum en það gerist samt sem áður, eins og jákvæð aukaverkun. Meðferð sem er byggð á traustum vísindalegum grunni sem grundvallast á öðrum hugmyndum en þeim sem ríkjandi hafa verið. Meðferð þar sem áherslurnar eru tenging við núverandi stund, yfirskilvitleg sjálfsvitund, að taka á móti óþægindum lífsins og val á atferli sem byggir á gildum og tilgangi. Þetta eru áherslur ACT meðferðarformsins sem er örast vaxandi sálfræðilega meðferðin í heiminum í dag.

Vísindalegur grunnur að baki aðferðum eins og hinni klassísku hugrænu mótun, sem kennd er við Beck og Ellis og hefur verið partur af einu algengasta meðferðarformi hérlendis (HAM), er veikur. Sömuleiðis hefur ekki verið sýnt fram á að þunglyndi og kvíði orsakist af serótónín tengdu efnaójafnvægi í heilanum en kannanir sýna að meirihluti almennings trúir því.

Í nafni gagnreyndar meðferðar hefur geðlæknisfræði og klínísk sálfræði í áratugi byggt rannsóknir sínar og aðferðir á þeirri hugmynd að flokka og raða saman atferlislegum, hugrænum og tilfinningalegum einkennum sem talin eru merki um geðrænan heilsubrest. Hugmyndin var, að með því að rannsaka þessa einkennaflokka, myndu vísindamenn varpa ljósi á undirliggjandi ferli og finna meðferðir sem fyrirbærin brygðust vel við, þ.e. lækningu. Nú, fjórum eða fimm áratugum síðar, er ekki ósanngjarnt að halda því fram að þessi aðferð hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Enn uppfylla engar geðraskanir í greiningarkerfunum ICD-10 eða DSM-V skilyrði þess að kalla þær sjúkdóma. Ekki hefur tekist að finna undirliggjandi lífeðlisleg ferli sem menn töldu að lægju að baki röskununum og ýmiss teikn eru á lofti um að árangur meðferða við geðröskunum sé ekki sem skildi. Vísindalegur grunnur að baki aðferðum eins og hinni klassísku hugrænu mótun, sem kennd er við Beck og Ellis og hefur verið partur af einu algengasta meðferðarformi hérlendis (HAM), er veikur. Hér vísa ég sérstaklega til þess hluta hefðbundinnar hugrænnar meðferðar þar sem skjólstæðingurinn er hvattur til þess að leita að svokölluðum hugsanaskekkjum sem hann svo rökgreinir í þeim tilgangi að móta sjálfvirka hugsun. Sömuleiðis hefur ekki verið sýnt fram á að þunglyndi og kvíði orsakist af serótónín tengdu efnaójafnvægi í heilanum en kannanir sýna að meirihluti almennings trúir því. Á sama tíma hefur orðið gríðarleg aukning á notkun lyfja sem byggja á þessari kenningu og nota Íslendingar einna mest af þessum lyfjum í heiminum. Á meðan þetta er allt að gerast virðist algengi skilgreindra geðrænna vandamála vera að aukast en ekki minnka.

Ég er ekki að halda því fram að þessi viðleitni undanfarinna áratuga í nafni gagnreyndra meðferða og vísinda hafi ekki skilað neinum árangri og eitt er víst að aðferðunum var og er enn beitt í göfugum tilgangi. Ég tel þó, að á grundvelli sjúkdómsmódelsins hafi klínísk sálfræði og geðlæknisfræði gert töluvert ógagn. Á grundvelli þessara hugmynda hefur fólki verið kennt að óþægilegar upplifanir lífsins séu einkenni sjúkdóma, eitthvað óæskilegt sem þarf að losa sig við. Fólk hefur lært að vegna þess að það hafi eitthvað sem kallast sjúkdómur (sem ekki hefur verið sýnt fram á), þá geti það ekki lifað lífinu til fulls. Þegar það nær að losa sig við sjúkdóminn, hinar óæskilegu tilfinningar og hugsanir, með lyfjum eða annarri meðferð, þá geti það mætt aftur til leiks í lífinu. Á sama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hafa rannsóknir varpað ljósi á að ein stærsta áhrifabreyta á velferð og geðrænt heilsufar er viljinn til að upplifa erfiðar hugsanir og tilfinningar, viljinn til að taka á móti sársaukanum sem fylgir því að vera lifandi manneskja. Baráttan við þessa óboðnu gesti í veislu lífsins dregur ekki úr þjáningu, heldur skilar okkur meira af henni.

ACT, sem partur af stærri byltingu í framkvæmd sálfræðilegrar meðferðar, hefur gjörbreytt lífi bæði skjólstæðinga og meðferðaraðila á margan hátt og haft mikil áhrif á sálfræði sem fræðigrein. ACT hefur blómstrað sem rannsóknargrunnur og klínísk meðferð um allan heim.

Ég er þeirrar skoðunar að það sé slæm hugmynd að sjúkdómsvæða mannlega þjáningu, erfiðar hugsanir og sársaukafullar tilfinningar. Frá 2004 hef ég verið þátttakandi í sálfræðivísindahefð sem lítur öðruvísi á hlutina, fyrst sem framhaldsnemi í klínískri sálfræði og síðar sem starfandi klínískur sálfræðingur. Þessi hefð hefur getið af sér nýtt meðferðarform sem kallast ACT eða Acceptance and Commitment Therapy og býð ég upp á ACT einstaklingsþjálfun og námskeið fyrir meðferðaraðila. ACT er örast vaxandi sálfræðilega meðferðarformið í heiminum í dag og ekki af ástæðulausu. ACT, sem partur af stærri byltingu í framkvæmd sálfræðilegrar meðferðar, hefur gjörbreytt lífi bæði skjólstæðinga og meðferðaraðila á margan hátt og haft mikil áhrif á sálfræði sem fræðigrein. ACT hefur blómstrað sem rannsóknargrunnur og klínísk meðferð um allan heim. Aðferðin nýtur ekki aðeins síaukinna vinsælda, sem lítur út fyrir að muni halda áfram, heldur virðist aðferðin hafa sérstök og persónuleg áhrif á fólk. Ólíkt nánast öllum öðrum klínískum aðferðum þá er ACT í raun ekki ein tiltekin klínísk tækni, heldur umfangsmikill og sveigjanlegur meðferðarrammi. ACT meðferðarramminn er einnig byggður á sterkum vísindalegum grunni. Rannsóknir hafa sýnt að ACT má nota með afar góðum árangri við meðferð á stærstum hluta algengra umkvartana fólks sem leitar sér meðferðar. Auk þess nýtist aðferðin afar vel við sjálfshjálp og persónulega uppbyggingu sem skilar fólki aukinni fyllingu og tilgangi og um leið auknum árangri í lífinu almennt.

Markmið ACT meðferðarformsins er að auka sálrænan sveigjanleika með núvitundar- og viðtökuferlum. Í stuttu máli má skilgreina sálrænan sveigjanleika sem hæfni til að dvelja meðvitað í tengingu við núverandi stund, þar með talið að dvelja með öllum hugsunum, tilfinningum, minningum og líkamlegum skynhrifum sem eru hluti af upplifun hvers augnabliks. Á sama tíma er athyglinni beint að stjórn á athöfnum og atferli byggt á persónulegum gildum hvers og eins. Ólíkt sjúkdómamódelinu leggur ACT ekki áherslu á einkennaflokka (heilkenni eða sjúkdóma) í rannsóknum eða klínískri meðferð. Þess í stað er fókus á að rannsaka hagnýt atferlisfræðileg ferli sem liggja að baki sálrænum sveigjanleika eða ósveigjanleika. Rannsóknirnar miða svo að því að finna aðferðir sem hreyfa við þessum ferlum í átt að auknum sálrænum sveigjanleika, árangri og fyllingu í lífinu. Áhrif meðferða sem grundvallast á ACT hafa verið metin í miklum fjölda stýrðra meðferðarprófana þar sem aðferðin er prófuð gegn fjölda skilgreindra klínískra vandamála. Safngreiningar á þessum rannsóknum hafa sýnt að ACT skilar almennt betri árangri í samanburði við óvirka samanburðarhópa (t.d. biðlistar, lyfleysa), hefðbundnar meðferðir og flestar virkar meðferðir. Í rannsóknum eru vísbendingar um að ACT miðaðar meðferðir skili betri langtímaárangri en hefðbundnar HAM meðferðir (sjá t.d. hér)

Það er kominn tími á breytingar á því hvernig við komum fram við þjáningu mannsins. Sjúkdómsvæðing mannlegrar þjáningar, órökréttra sjálfvirkra hugsana, tilfinningalegs sársauka og erfiðra minninga er partur af einkennadrifnu módeli sem hefur gengið sér til húðar og hefur ekki skilað þeim árangri sem búist var við. ACT, sem hluti af stærri byltingu í klínískri sálfræði sem hefur verið að eiga sér stað síðustu 20 árin, hefur svarað þessu ákalli um breytta nálgun og betri árangur. Þar er mannleg þjáning ekki skilgreind sem vandamál til að laga. Þar lærum við að taka á móti lífinu öllu; opin, meðvituð og virk á gildishlöðnum grunni.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →
Gagnrýni

6 árangursríkar aðferðir við að gagnrýna

Flestum finnst óþægilegt að gagnrýna aðra og við erum oft óörugg gagnvart því hvernig er best að koma gagnrýni til skila. Ein algengasta ráðlegging um …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)