Börn þyrluforeldra eiga erfiðara í skóla og lífinu

Börn þyrluforeldra eru mun líklegri til þess að upplifa kulnun í skóla, og eiga erfiðara með að takast á við lífið eftir að skóla líkur. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var í Florida State University. Með þyrluforeldrum er átt við foreldra sem hafa of mikil afskipti eða taka of mikla stjórn á viðfangsefnum í lífi barna sinna. Þessi uppeldisstíll er yfirleitt drifinn áfram af ást og umhyggju en um leið áhyggjum af því að barnið lendi í hættum, geri mistök, nái ekki árangri eða muni ekki blómstra í lífinu. Niðurstöðurnar gefa til kynna að hegðun þyrluforeldra gagnvart börnum sínum geti hamlað eðlilegum þroska, sjálfsstjórnarfærni og þrautseigju sem er nauðsynleg til þess að ganga í gegnum erfið verkefni lífsins og ná langtíma markmiðum.

Með því að forða börnum okkar frá því að upplifa þjáningu, gera mistök og lenda í erfiðleikum, forðum við þeim í leiðinni frá því að; 1)læra að samþykkja þjáninguna sem eðlilegan part af því að lifa og þroskast, 2)læra af mistökum en þau eru óumflýjanlegur partur af því að ná árangri og 3)læra að takast á við erfiðar aðstæður en við vitum að þetta líf, eins stórkostlegt og það er, er fullt af erfiðum aðstæðum sem við viljum að börnin okkar geti tekist á við af ábyrgð og staðfestu þegar þau vaxa úr grasi.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)