Hróssamloka

Hættu að bera hróssamlokuna á borð

Eins og líklega flest ykkar hef ég sinnt hlutverkum, til dæmis sem foreldri og stjórnandi á vinnustað, þar sem nauðsynlegt er að gagnrýna störf eða hegðun annarra í þeim tilgangi að bæta árangur. Það á við um okkur flest að finnast óþægilegt að gagnrýna aðra og að finna fyrir óöryggi gagnvart því hvernig er best að koma gagnrýni til skila.

Þegar ég hef verið óöruggur með þetta í gegnum tíðina og leitað ráða hjá öðrum eða í bókum, hef ég endurtekið fengið sömu ráðlegginguna; að setja sneiðar af hrósi efst og neðst en stinga gagnrýnigumsi inn á milli sneiðanna. Þessi aðferð hefur fengið nafnið hróssamlokan (e. compliment sandwich) eins og Stewie Griffin kallaði hana í þáttunum Family Guy og virðist vera ein algengasta aðferðin sem gagnrýnendum í gegnum tíðina hefur verið ráðlagt að nota, til dæmis stjórnendum fyrirtækja.

Þú hefur örugglega fengið þessa ráðleggingu einhvern tíma og veist hvernig þetta er gert: Þú segir eitthvað jákvætt eða hrósar fyrst; síðan segirðu gagnrýnina (það sem þú ætlaðir fyrst og fremst að segja); og að lokum segirðu eitthvað jákvætt aftur. Aðferðin er vel meint. Tilgangur hennar er að mýkja höggið, gera það auðveldara fyrir þann sem tekur við gagnrýninni að heyra erfiðu skilaboðin og hjálpa honum að sjá að þér líkar ekki illa við hann.

En það er eitt stórt vandamál við hróssamlokuna. Þegar ég skoðaði rannsóknir lítur út fyrir að hróssamlokan bragðist ekki eins vel og hún lítur út fyrir að gera. Aðferðin virðist ekki virka sem skyldi.

Í fyrsta lagi er aðferðin of augljós þannig að þegar þú hefur notað hana nokkrum sinnum fer fólk að búast við gagnrýni þegar það heyrir þig hrósa. Á meðan það er að hlusta á hrósið bíður það eftir að fá höggið. Þannig fer það að upplifa að fyrri jákvæðu ummælin séu ekki einlæg, líkt og þú sért ekki að meina það sem þú segir eða að þú sért bara að reyna að gera þetta þægilegra.

Í öðru lagi, ef þér tekst að komast hjá því að fólk upplifi þig yfirborðskennda(n) þá stendur eftir sú hætta að gagnrýnin (það mikilvægasta sem þú ætlaðir að koma til skila) týnist í hrósinu sem kemur á undan og á eftir. Rannsóknir hafa sýnt að upphafsáhrif (e. primacy effect) og nándaráhrif (e. recency effect) eru sterk en þau skila því að við munum betur það sem sagt er í byrjun og í lok samræðna. Þegar þú byrjar og endar með hrósi eru líkur á því að gagnrýnin sem þú stingur á milli falli í skuggann eða ekki sé tekið mark á henni.

Lestu frekari ráðleggingar í pistlinum, 6 ÁRANGURSRÍKAR AÐFERÐIR VIÐ AÐ GAGNRÝNA.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)