Hamingja er ekki bara tilfinning

Algengt er að skilja hamingju sem þægilega tilfinningu. Þetta er blekkjandi hugmynd en um leið það heillandi að við sjáum ekki skaðlegt eðli hennar. Hún leiðir hugann í vonlausa vinnu við að sækja í þægilegar tilfinningar og forðast þjáningu. Uppskeran verður minni hamingja.

Það er engin heilsusamleg leið til að losa sig undan eðlilegum tilfinningum. Tilraunir okkar til þess hafa oftast skaðlegar afleiðingar, eins og t.d. óhollt mataræði, fíkniefnanotkun, félagsleg forðum eða frestun mikilvægra verkefna.

Að reyna að losa þig undan þjáningu er það síðasta sem þú ættir að gera til þess að láta þér líða betur því það skilar þér meira af þeim þjáningum sem þú ert að reyna að losa þig undan.

Allar þessar tilfinngar, þægilegar og óþægilegar, eru þarna fyrir ástæðu. Að finna þær allar er eðlilegur partur þess að vera lifandi manneskja.

Það er ekki hjálplegt að skilgreina hamingju sem tilfinningu, eða allavega ekki eingöngu sem tilfinningu. Hamingja er afstaða til lífsins sem veldur jú til lengri tíma tilfinningalegri fyllingu. En sú tilfinning er náttúruleg afleiðing þess að taka ákvarðanir og hegða sér í samræmi við eigin gildi, og að vera góðviljaður og opinn gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)