Hvernig er best að takast á við flugþreytu

Margir kannast við flugþreytu þegar ferðast er milli tímabelta. Ferðalag milli tímabelta raskar líkamsklukkunni og getur valdið því að það reynist erfiðara að sofna og sofa. Afleiðingarnar eru þeyta og syfja að degi til, einbeitingarskortur of fleira.

Áhrifin fara eftir því yfir hversu mörg tímabelti er ferðast og hvort ferðinni er heitið austur á bóginn eða vestur. Ferðalag til austurs skilar því að líkamsklukkan er of sein miðað við það tímabelti sem við erum staðsett í og ferðalag til vesturs skilar gagnstæðum áhrifum. Hvoru tveggja getur orsakað verulega röskun á svefni. Því fleiri tímabelti sem ferðast er yfir, þeim mun meiri áhrif á svefninn.

Almennt er miðað við að fyrir hvert tímabelti sem ferðast er yfir, þurfi fólk einn dag til þess að rétta af líkamsklukkuna. Það að ferðast yfir eitt tímabelti er líklegt til að orsaka litla eða enga röskun á svefni, en flugferð yfir hálfan hnöttinn getur valdið einkennum sem vara vikum saman. Erfiðleikar með að festa svefn í flugvél og streita sem getur fylgd ferðalögum geta valdið enn frekari flugþreytueinkennum.

Ef þú hyggst ferðast milli nokkurra tímabelta en ætlar aðeins að dvelja á áfangastaðnum í fáa daga er líklegt að þú hafir of lítinn tíma til að aðlagast nýjum tíma. Í slíkum tilfellum er betra að þú haldir þig við þinn eðlilega svefn-vöku tíma eins og mögulegt er. Ef þú ætlar að dvelja á nýju tímabelti í lengri tíma þá eru eftirfarandi ráð hjálpleg við að draga úr flugþreytu:

  • Breyttu háttatímanum og framúr tímanum þínum smám saman í áttina að tímabelti áfangastaðarins. Það þýðir að flýta smám saman háttatíma og framúrtíma ef þú ætlar að ferðast í austur en seinka þessum tímum ef þú ferðast vestur.
  • Til þess að forðast vökvatap, drekktu nóg af vatni og forðastu koffín og alkahól í fluginu. Vökvaþurrð eykur á flugþreytu.
  • Aðlagaðu svefntíma þinn að staðartíma strax við komu. Notaðu dagsljós og líkamshreyfingu til að komast hjá dagsyfju. Skipulegðu máltíðir samkvæmt staðartíma. Farðu ekki að sofa fyrr en það er kominn háttatími samkvæmt staðartíma. Ef það reynist nauðsynlegt, blundaðu þá í hámark 45 mínútur um miðjan dag. Fylgdu sömu leiðbeiningum þegar þú ferðast aftur heim.
  • Gefðu þér tíma til að aðlagast nýju tímabelti og reyndu að skipuleggja ekki mikið fyrsta daginn. Ef þú þarft að sinna mikilvægu erindi, reyndu þá að vera kominn á áfangastað deginum fyrr.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)