Þeir sem fylgjast meira með Covid-19 upplifa meiri hættu

Rannsóknir benda til þess að eftir því sem við lesum meira um covid-19 veiruna á samfélagsmiðlum þeim mun meiri hættu skynjum við af völdum hennar og að betra sé fyrir okkur að fá slíkar upplýsingar frá hefðbundnum fjölmiðlum. Í kjölfar þess að svokölluð Zika veira tók sig upp í Bandaríkjunum árið 2016 var gerð rannsókn á skynjaðri hættu fólks af völdum veirunnar. Niðurstöðurnar voru að eftir því sem fólk las meira um veiruna á samfélagsmiðlum þeim mun meiri varð skynjuð hætta. Hins vegar sýndu niðurstöður að þegar magn upplýsinga um veiruna var aukið í hefðbundnum fjölmiðlum jukust líkur á því að fólk tæki þátt í sóttvarnandi aðgerðum.

En magn efnis sem við lesum eða neytum með öðrum hætti skiptir líka máli og eitt af því sem einkennir fréttaflutning af covid-19 faranldrinum er að það er mikið af honum, og það getur haft neikvæðar afleiðingar fyrir fólk. Sem dæmi má nefna að eftir Boston marathon sprengingarnar árið 2013 sýndi ein rannsókn sterk tengsl milli þess hversu mikið fólk neytti af fjölmiðlaumfjöllun um atburðinn og steitueinkenna. Fólk sem var mest berskjaldað fyrir fjölmiðlaumfjöllun hafði jafnvel meiri streitueinkenni heldur en það fólk sem upplifði sprengingarnar með beinum hætti. Niðurstöður rannsókna benda einnig til að þeir sem hafa upplifað meiri streitu í tengslum við hamfarir í fortíðinni gætu verið í aukinni áhættu fyrir neikvæðum sálrænum afleiðingum vegna núverandi faraldurs.

Þegar upplýsingum um hættu er komið til skila með skilvirkum og áreiðanlegum hætti þá lærir fólk og upplýsingarnar verða þeim að gagni. Hins vegar getur streita og kvíði magnast verulega ef lestur, áhorf eða hlustun á umfjöllun er of mikil. Skilaboðin er því þau að halda þeim tíma sem þú sekkur þér í fréttir af covid-19 faraldrinum innan skynsamlegra marka. Munum einnig að hlúa vel að hvert öðru.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)