Notkun samfélagsmiðla (t.d. Facebook, Snapchat og Instagram) veldur auknu þunglyndi og einmannaleika. Þetta voru niðurstöður rannsóknar sem gerð var í University of Pennsylvania árið 2018. Áður hafði nokkur fjöldi rannsókna bent til þess að notkun samfélagsmiðla tengist aukinni vanlíðan en þetta var í fyrsta sinn sem sýnt var fram á orsakatengsl. Niðurstöðurnar sýndu að það að draga úr notkun samfélagsmiðla dró verulega úr þunglyndi og einmannaleika. Ráðleggingin er því að sennilega ættum við að láta símana og spjaldtölvurnar frá okkur og njóta hins raunverulega lífs örlítið meira.