Ótti er ekki besta merkið um hættu

Skynjuð hætta manneskjunnar er að stórum hluta til knúin áfram af tilfinningum. Þetta hafa sálfræðilegar rannsóknarniðurstöður sýnt í áratugi. Það sem þessar niðurstöður sýna er að við byggjum hættumat okkar oft meira á tilfinningalegri líðan frekar en gögnum, tölfræði og staðreyndum. Til dæmis þá veldur reiði því að við skynjum minni hættu. Hins vegar ýkir það hættumat okkar þegar við finnum fyrir tilfinningum sem við köllum ótta eða kvíða. Ósjálfrátt virðumst við draga þá ályktun í augnablikinu að óttatilfinning sé ábyggilegt merki um yfirvofandi hættu.

Nokkrir þættir spila lykilhlutverk í því að örva óttaviðbragðið innra með okkur:

  1. Þegar ógn sem við stöndum frammi fyrir er ný og við þekkjum hana ekki.
  2. Þegar við  finnum okkur hafa litla stjórn á ógninni.
  3. Þegar við upplifum óhugnað eins og að vera berskjölduð gagnvart skelfilegum sögum af veikindum og dauða.

Covid-19 faraldurinn uppfyllir alla þessa megin þætti sem spila lykilhlutverk í því að kveikja á viðvörunarbjöllunum innra með okkur. Það er fullkomlega eðlilegt að upplifa ótta við þessar aðstæður. En á sama tíma eru þessar viðvörunarbjöllur ekki það nákvæmasta sem við höfum til að meta hættuna sem steðjar að. Innra með okkur býr skynsemi og rökhugsun en þar finnum við mun nákvæmari merki um raunverulega hættu.

Þú kemst sem best í gegnum þessa erfiðu tíma með því að leyfa þér að líða eins og þér líður. Þær tilfinningar sem þú finnur fyrir eru eðlilegur partur af því að vera lifandi manneskja við erfiðar aðstæður. Á meðan þú finnur fyrir þessum tilfinningum, minntu þig á rökin og skynsemina. Leitaðu eftir ábyggilegum upplýsingum um ógnina og forðastu óábyrga umfjöllun. Minntu þig á hver þú ert og fyrir hvað þú stendur, og settu þér fyrir að hegða þér í samræmi við það. Taktu stjórn á því sem þú getur stjórnað.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)