Tengsl við fólk er lykill að góðu lífi

Hvaða lykilþættir stuðla að hamingju og góðri heilsu í gegnum lífið? Í hvað ættir þú að eyða mestri orku og tíma til þess að tryggja þér sem besta heilsu og hamingju í framtíðinni? Rannsóknir hafa varpað ljósi á að stór hluti ungs fólks segir að eitt af stærstu markmiðum lífsins sé að verða ríkur eða frægur. Nútíma samfélag einkennist af mikilli áherslu á vinnu og margir eyða stórum hluta frítímans í afþreyingu í gegnum tölvu og sjónvarp.

Langtímarannsóknir á lífi fullorðinna þar sem fólki var fylgt eftir út ævina hafa gefið okkur sterkar vísbendingar um hvaða lykilþættir það eru sem stuðla að hamingju og góðri heilsu í lífinu. Þessir lykilþættir eru ekki veraldleg velmegun, frægð eða mikil vinna. Það sem hefur mest áhrif á heilsu og hamingju fólks er félagsleg tengsl. Góð og trygg sambönd við fólk virðast hafa meiri áhrif á hamingju og heilsu en nokkuð annað. Fólk sem á betri sambönd af þessu tagi við fjölskyldu, vini og aðra, er almennt hamingjusamara og heilsuhraustara. Neikvæð áhrif einmannaleikans eru að sama skapi mikil. Þeir sem eru félagslega einangraðir og einmanna upplifa að meðaltali mun minni hamingju og heilsa þeirra gefur sig fyrr.

Hversu góð eru þín sambönd og félagslegu tengsl? Ef þú vilt stuðla að góðri heilsu og hamingjuríku lífi er skynsamlegt að eyða töluverðum tíma og orku í að mynda og varðveita góð tengsl við fólk. Þetta snýst ekki bara um hvað þú átt marga vini eða hvort þú átt maka eða ekki, heldur skipta gæði þeirra sambanda sem þú átt við fólk meira máli.

Hvað getur þú gert til þess að styrkja félagsleg tengsl þín? Gæti verið góð hugmynd að eyða minni tíma fyrir framan skjáinn og í staðinn eyða meiri tíma í samveru og samtöl við vini og ættingja? Hvað með að stinga upp á einhverju nýju og spennandi að gera með þeim sem þér þykir vænt um, eða að hafa samband við gamlan vin eða kunningja sem þú hefur ekki verið í sambandi við lengi?

Það er margt sem stuðlar að tryggum og góðum tengslum við fólk en eitt af því mikilvægasta sem þú getur gert til þess að styrkja félagsleg tengsl þín er að sýna fólki áhuga og sýna því áhuga sem það hefur áhuga á. Ein besta leiðin til þess, er einfaldlega að hlusta á annað fólk en það er eitthvað sem margir gefa sér ekki nægan tíma til að gera. En það er ekki nóg að heyra það sem fólk segir heldur verður þú hlusta með virkum hætti. Þú verður að hlusta þannig að sá sem þú ert að hlusta á sjái og heyri að þú meðtakir, kunnir að meta og hafir áhuga á því sem sagt er. Einbeittu þér að því í samskiptum þínum að hlusta á fólk af athygli. Láttu það vita með orðum og líkamstjáningu að þú heyrir hvað það segir, og sýndu því áhuga með því að spyrja spurninga um það sem það sjálft hefur áhuga á.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)