Þakklæti eykur hamingju

Rannsóknir í sálfræði hafa endurtekið sýnt sterk tengsl milli þakklætis og aukinnar hamingju. Þakklæti hjálpar fólki að upplifa góðar tilfinningar, kunna að meta það góða í lífinu, bæta heilsuna, takast á við mótlæti og mynda sterk og góð tengsl við annað fólk.

Það að hugsa um eða skrifa niður það sem fólk er þakklátt fyrir virðist hafa töluverð hamingjuaukandi áhrif. Hins vegar benda einhverjar rannsóknir til þess að þessi jákvæðu áhrif á hamingju séu mun sterkari þegar við göngum lengra og tjáum annarri manneskju þakklæti okkar með beinum hætti.

Þakklæti hjálpar fólki að kunna betur að meta það sem það hefur í stað þess að leita að einhverju nýju í von um að verða hamingjusamara. Í þakklætinu beinist athyglin að því sem við höfum en ekki að því sem við höfum ekki.

Ég hvet þig til þess að stunda þakklæti reglubundið og markvisst. Fyrir marga sem eru því óvanir, gæti upplifunin verið þvinguð, en með ástundun vex þakklætið smám saman.

Eitt af því sem þú getur gert með reglulegum hætti til að rækta þakklætið innra með þér er að hugsa með þakklæti til einhvers sem hefur reynst þér vel. Ennþá betra er að skrifa og senda bréf til manneskju þar sem þú deilir þakklæti og ánægju með áhrif þessarar manneskju á líf þitt. Enn betra er að koma því sem stendur í bréfinu til skila augliti til auglitis.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga breytingaferlið

Sálrænn sveigjanleiki algengasta mikilvæga sálræna breytingaferlið

Niðurstöður einnar stærstu kerfisbundnu fræðilegu samantektar í sögu sálfræðinnar, sem nýlega birtust í tímaritinu Behavior Research and Therapy, sýna eftirtektarverðar niðurstöður um það hvað virkar …

Lesa meira →
ACT meðferðarformið

ACT meðferðarformið og byltingin í sálfræðimeðferð

Getur verið að lykillinn að bættu geðheilbrigði sé að hverfa frá hinu ríkjandi sjúkdómamódeli þar sem megin áherslan er að draga úr einkennum? Er kominn …

Lesa meira →
Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Jákvæðar fantasíur um framtíðardrauma hamla árangri

Í sjálfshjálparbókum og fyrirlestrum af slíku tagi er fólki kenndar aðferðir til þess að ná hámarks árangri og öðlast hamingju í lífinu. Ein þessara ráðlegginga …

Lesa meira →

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)