Sálfræðileg meðferð og ráðgjöf

Vertu velkomin(n) í sálfræðimeðferð
Áratuga reynsla af ráðgjöf og meðferð fyrir fólk í geðrænum heilsufarsvanda
Í áratugi hef ég starfað við ráðgjöf og meðferð fyrir fólk með geðrænan heilsufarsvanda af ýmsu tagi. Það hefur verið meðal minna stærstu lífsgjafa að sjá fólk ná bata eftir stundum mikil og halmandi veikindi. Hér fyrir neðan er grófur listi yfir þau vandamál sem ég veiti meðferð við.

sálræn einkenni
- Kvíði og áhyggjur
- Áföll og erfiðir tímar
- Félagskvíði og feimni
- Þunglyndi
- Streita
- Hárreytiæði
- Svefnvandamál
- Sorg og missir
- Samskiptavandamál
líkamleg einkenni
- Aðlögunarerfiðleikar vegna líkamlegra veikinda
- Svefnvandamál
- Eyrnasuð
- Vöðvabólga
- Langvarandi verkir
- Höfuðverkir
Pantaðu tíma núna
Pararáðgjöf
Ráðgjöf fyrir pör sem vilja bæta samandið, hvort sem alvarlegur vandi er til staðar eða ekki. Ráðgjöfin miðar oft að því að því að bæta samskipti, leysa ágreining og uppfylla þarfir hvors annars betur.
Samskiptaráðgjöf
Góð samskiptafærni er grunnur að því að mynda heilbrigð og góð sambönd við fólk. Lærðu að eiga samskipti á áhrifaríkan og viðeigandi hátt bæði í vinnu- og einkalífi.
Íþróttamenn
Ráðgjöf, þjálfun og meðferð fyrir íþróttafólk í öllum íþróttagreinum. Aðstoð við markmiðasetningu, að komast í gegnum meiðsli, takast á við kvíða og ná betri árangi í íþróttagreininni.