Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on reddit
Share on email

Þakklæti eykur hamingju

Rannsóknir í sálfræði hafa endurtekið sýnt sterk tengsl milli þakklætis og aukinnar hamingju. Þakklæti hjálpar fólki að upplifa góðar tilfinningar, kunna að meta það góða í lífinu, bæta heilsuna, takast á við mótlæti og mynda sterk og góð tengsl við annað fólk.

Það að hugsa um eða skrifa niður það sem fólk er þakklátt fyrir virðist hafa töluverð hamingjuaukandi áhrif. Hins vegar benda einhverjar rannsóknir til þess að þessi jákvæðu áhrif á hamingju séu mun sterkari þegar við göngum lengra og tjáum annarri manneskju þakklæti okkar með beinum hætti.

Þakklæti hjálpar fólki að kunna betur að meta það sem það hefur í stað þess að leita að einhverju nýju í von um að verða hamingjusamara. Í þakklætinu beinist athyglin að því sem við höfum en ekki að því sem við höfum ekki.

Ég hvet þig til þess að stunda þakklæti reglubundið og markvisst. Fyrir marga sem eru því óvanir, gæti upplifunin verið þvinguð, en með ástundun vex þakklætið smám saman.

Eitt af því sem þú getur gert með reglulegum hætti til að rækta þakklætið innra með þér er að hugsa með þakklæti til einhvers sem hefur reynst þér vel. Ennþá betra er að skrifa og senda bréf til manneskju þar sem þú deilir þakklæti og ánægju með áhrif þessarar manneskju á líf þitt. Enn betra er að koma því sem stendur í bréfinu til skila augliti til auglitis.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Gagnrýni

6 árangursríkar aðferðir við að gagnrýna

Flestum finnst óþægilegt að gagnrýna aðra og við erum oft óörugg gagnvart því hvernig er best að koma gagnrýni til skila. Ein algengasta ráðlegging um …

Lesa meira →
compliment sandwich

Hættu að bera hróssamlokuna á borð

Eins og líklega flest ykkar hef ég sinnt hlutverkum, til dæmis sem foreldri og stjórnandi á vinnustað, þar sem nauðsynlegt er að gagnrýna störf eða …

Lesa meira →
Hversdagslegar hetjur í Covid-19 faraldrinum

Hversdagslegar hetjur í Covid-19 faraldrinum

Ef þú hefur yndi af skáldsögum og bíómyndum þá er líklegt að þú hafir endurekið heillast af sögum af venjulegum einstaklingum sem, án fyrirvara, er …

Lesa meira →