Covid-19 Sálfræðileg bjargráð

Tugþúsundir Íslendinga taka gagnslaus og skaðleg lyf við svefnleysi!

Í vefkönnun Hauks Sigurðssonar sálfræðings frá árinu 2012 sögðust 26,3% hafa tekið inn svefnlyf reglulega í 3 vikur eða lengur síðustu 12 mánuði. Haukur hefur fylgst með þróun svefnlyfjanotkunar Íslendinga undanfarin ár og það er sláandi að svefnlyfjanotkun Íslendinga hefur meira en tvöfaldast frá árinu 1990. Svefnlyfjanotkun Íslendinga hefur vaxið stöðugt undanfarin ár og er hún rúmlega fjórum sinnum meiri en í Danmörku, og eiga Íslendingar Norðurlandamet í svefnlyfjanotkun. Áætla má að milli 20-30 þúsund Íslendingar noti svefnlyf daglega. Þetta eru sláandi tölur, sérstaklega í ljósi þess að rannsóknir hafa ítrekað staðfest að svefnlyf eru gagnslaus meðferð við svefnleysi. Líkaminn myndar fljótt þol fyrir lyfjunum svo þau virki ekki nema í fáein skipti. Þetta hafa heilbrigðisvísindin vitað í langan tíma, en samt sem áður heldur svefnlyfjanotkun Íslendinga að aukast hratt. Ásamt því að vera gagnslaus meðferð hafa þau svefnlyf skaðleg áhrif. Niðurstöður rannsókna hafa staðfest að við notkun svefnlyfja dregur verulega úr djúpsvefni en það er sá hluti svefnsins sem er okkur mikilvægastur. Rannsóknarniðurstöður hafa einnig sýnt að lyfin eru ávanabindandi, geta haft alvarlegar aukaverkanir og geta beinlínís verið hættuleg.

Þessar tölur eru einnig sláandi í því ljósi að síðasta einn til tvo áratugina hafa rannsóknir skilað gríðarlegum framförum í meðferð við svefnleysi og er óhætt að segja að um tímamót sé að ræða varðandi meðferð við þessu algenga heilsuvandamáli. Niðurstöður rannsókna á árangri hugrænnar atferlismeðferðar við svefnleysi hafa margítrekað sýnt að meðferðin er árangursríkasta meðferðin við langvarandi svefnleysi. Að meðaltali bætir hugræn atferlismeðferð svefn hjá um 80-90% af þeim sem ganga í gegnum slíka meðferð. Haukur Sigurðsson sálfræðingur býr yfir sérþekkingu og mikilli reynslu á þessu sviði og býður upp á meðferð við þessu algenga heilsufarsvandamáli. Hundruðir manna hafa gengið í gegnum meðferðina hjá Hauki.

Deildu þessum pistli á

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest
Share on email

Hlúðu að geðheilsunni í sóttkví

Fyrir ekki löngu síðan óraði okkur ekki fyrir því að standa frammi fyrir þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú eru. Á meðan yfirvöld og við öll …

Lesa meira →

Ótti er ekki besta merkið um hættu

Skynjuð hætta manneskjunnar er að stórum hluta til knúin áfram af tilfinningum. Þetta hafa sálfræðilegar rannsóknarniðurstöður sýnt í áratugi. Það sem þessar niðurstöður sýna er …

Lesa meira →

Þeir sem fylgjast meira með Covid-19 upplifa meiri hættu

Rannsóknir benda til þess að eftir því sem við lesum meira um covid-19 veiruna á samfélagsmiðlum þeim mun meiri hættu skynjum við af völdum hennar …

Lesa meira →