Sálfræðileg þjónusta fyrir atvinnulífið

vis_fyrir_edit_anna_ros_crop
Haukur er gríðarlega fær sálfræðingur sem hefur veitt starfsfólki VÍS þjónustu frá árinu 2008 . Starfsfólk og stjórnendur hafa notið leiðsagnar hans, bæði vegna andlegra veikinda og persónulegra áfalla en ekki síður þegar viðfangsefnin eru tengd streitu og samskiptum í starfi. Þjónusta Hauks hefur verið mikilvægur hlekkur í heilsu- og vellíðunarstefnu okkar og hann er sterkur bakhjarl fyrir mannauð og stjórnendur. Ég er þess fullviss að það er fjárfesting sem hefur skilað sér í bættri almennri líðan starfsmanna og færri veikindadögum.
Anna Rós Ívarsdóttir
Mannauðsstjóri VÍS
VilborgJa
Við höfum ávallt fengið gagnleg ráð og góðan stuðning þegar við höfum leitað til Hauks með sálfræðileg mál sem snerta vinnustaðinn. Ég get því mælt með þjónustu Hauks á þessu sviði.
Vilborg Helga Harðardóttir
Forstjóri Já
SigridurDrofnBW
Ég nýtti þjónustu Hauks Sigurðssonar, sálfræðings, í margvíslegum málum í starfi mínu sem mannauðsstjóri Heklu. Þar á meðal má nefna sáttamiðlun, sálfræðiaðstoð og stjórnenda- og samskiptaráðgjöf. Mikil ánægja var með ráðgjöf og aðstoð Hauks og mæli ég hiklaust með honum.
Sigríður Dröfn Ámundadóttir
fv. Mannauðsstjóri Heklu
olafurorn
Haukur hefur víðtæka reynslu sem sálfræðingur auk þess sem hann starfaði sem lögreglumaður samhliða námi sínu. Það innsæi hjálpar honum við að veita lögreglumönnum stuðning í kjölfar áfalla í starfi og annarrar erfiðrar lífsreynslu.
Ólafur Örn Bragason
Forstöðurmaður Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar
Þórdís Rúnarsdóttir sálfræðingur
Ég hef þekkt Hauk lengi og af góðu einu. Hann er vandvirkur sálfræðingur sem sinnir skjólstæðingum sínum af nærgætni og fagmennsku. Hann kappkostar að sinna sinni endurmenntun vel. Í þeim trúnaðarstörfum sem hann hefur sinnt hefur vel verið haldið utan um hlutina og fagmennskan verið í fyrirrúmi.
Þórdís Rúnarsdóttir
Sálfræðingur
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir
Haukur hefur reynst okkur hjá VÍS gríðarlega vel, bæði starfsfólki og stjórnendum. Starfsfólk okkar hefur notið hans þjónustu í fjöldamörg ár við góðan orðstír þar sem hann hefur aðstoðað bæði við persónuleg málefni sem og vinnutengd. Það hefur skilað sér í betra jafnvægi inn á vinnustaðinn og aukinni vellíðan. Hann er fagmaður fram í fingurgóma og alltaf gott að leita til hans.
Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir
Starfsþróunarstjóri VÍS
Hinrik Sigurður Jóhannesson mannauðsstjóri Advania
Við höfum nýtt okkur þjónustu Hauks í þónokkur ár og hefur hópur starfsmanna Advania fengið aðstoð hjá honum. Helst beinum við til hans starfsfólki sem er að slást við andleg veikindi svo sem kvíða, þunglyndi og álíka en einnig þá geta vandamál heima og í vinnunni verið ástæða tilvísunar. Sú endurgjöf sem ég hef fengið frá starfsfólki hefur verið jákvæð og er okkar fólk ánægt með þá aðstoð sem þau hafa fengið hjá Hauki.
Hinrik Sigurður Jóhannesson
Framkvæmdastjóri Advania

Starfsmannastoð

Samningur um aðgang starfsmanna að sálfræðilegri aðstoð hratt og örugglega, strax og vandamálin koma upp

Stjórnendaráðgjöf

Ráðgjöf og handleiðsla fyrir þá sem sinna krefjandi hlutverki stjórnandans

Áfallahjálp

Fagleg aðstoð í kjölfar alvarlegra atburða og áfalla í starfsmannahópnum

Sáttamiðlun

Árangursrík þjónusta sem miðar að því að leysa ágreining milli deiluaðila áður en hann leiðir til stærri og alvarlegri vandamála

Greiningar

Mælingar og mat á þáttum í starfsumhverfinu sem hafa áhrif á líðan, heilsu og árangur starfsmanna.

Fyrirlestrar

Fræðandi og hvetjandi innblástur inn í starfsmannahópinn í formi fyrirlestra sem Haukur heldur

Haukur er viðurkenndur sérfræðingur í gerð áætlana um sálfrélagslegt öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

fyrirtæki og stofnanir

Fyrirspurn eða ósk um þjónustu

MÁN-FIM 8:30 – 16:30, FÖS 8:30 – 14:00

Höfðabakka 9 (3. hæð), 110 Rvk

ritarar@haukursigurdsson.is

Meðal viðskiptavina

Adv_logo_gray
ja_logo_gray
logr_logo_gray
vis_logo_gray
vedurst_logo_gray
RVK_logo_gray
HI_logo_grey

Skrá mig á póstlistann

* Nauðsynlegt
Ég hef áhuga á (veldu annað eða bæði)