Sálfræðileg þjónusta fyrir atvinnulífið
Við höfum ávallt fengið gagnleg ráð og góðan stuðning þegar við höfum leitað til Hauks með sálfræðileg mál sem snerta vinnustaðinn. Ég get því mælt með þjónustu Hauks á þessu sviði.

Ég nýtti þjónustu Hauks Sigurðssonar, sálfræðings, í margvíslegum málum í starfi mínu sem mannauðsstjóri Heklu. Þar á meðal má nefna sáttamiðlun, sálfræðiaðstoð og stjórnenda- og samskiptaráðgjöf. Mikil ánægja var með ráðgjöf og aðstoð Hauks og mæli ég hiklaust með honum.

Haukur er gríðarlega fær sálfræðingur sem hefur veitt starfsfólki VÍS þjónustu frá árinu 2008 . Starfsfólk og stjórnendur hafa notið leiðsagnar hans, bæði vegna andlegra veikinda og persónulegra áfalla en ekki síður þegar viðfangsefnin eru tengd streitu og samskiptum í starfi. Þjónusta Hauks hefur verið mikilvægur hlekkur í heilsu- og vellíðunarstefnu okkar og hann er sterkur bakhjarl fyrir mannauð og stjórnendur. Ég er þess fullviss að það er fjárfesting sem hefur skilað sér í bættri almennri líðan starfsmanna og færri veikindadögum.

Haukur hefur víðtæka reynslu sem sálfræðingur auk þess sem hann starfaði sem lögreglumaður samhliða námi sínu. Það innsæi hjálpar honum við að veita lögreglumönnum stuðning í kjölfar áfalla í starfi og annarrar erfiðrar lífsreynslu.

Ég hef þekkt Hauk lengi og af góðu einu. Hann er vandvirkur sálfræðingur sem sinnir skjólstæðingum sínum af nærgætni og fagmennsku. Hann kappkostar að sinna sinni endurmenntun vel. Í þeim trúnaðarstörfum sem hann hefur sinnt hefur vel verið haldið utan um hlutina og fagmennskan verið í fyrirrúmi.

Við höfum nýtt okkur þjónustu Hauks í þónokkur ár og hefur hópur starfsmanna Advania fengið aðstoð hjá honum. Helst beinum við til hans starfsfólki sem er að slást við andleg veikindi svo sem kvíða, þunglyndi og álíka en einnig þá geta vandamál heima og í vinnunni verið ástæða tilvísunar. Sú endurgjöf sem ég hef fengið frá starfsfólki hefur verið jákvæð og er okkar fólk ánægt með þá aðstoð sem þau hafa fengið hjá Hauki.

Previous
Next
Starfsmannastoð
Samningur um aðgang starfsmanna að sálfræðilegri aðstoð hratt og örugglega, strax og vandamálin koma upp
Stjórnendaráðgjöfin
Ráðgjöf og handleiðsla fyrir þá sem sinna krefjandi hlutverki stjórnandans
Áfallahjálp
Fagleg aðstoð í kjölfar alvarlegra atburða og áfalla í starfsmannahópnum
Fyrirlestrar
Fræðandi og hvetjandi innblástur inn í starfsmannahópinn í formi fyrirlestra sem Haukur heldur
fyrirtæki og stofnanir
Fyrirspurn eða ósk um þjónustu
MÁN-FIM 8:30 – 16:30, FÖS 8:30 – 14:00
Höfðabakka 9 (3. hæð), 110 Rvk
ritarar@haukursigurdsson.is
Meðal viðskiptavina














Previous
Next