Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on pinterest
Share on reddit
Share on email

Vinnutengd streita áhyggjuefni

Vinnutengd streita er ein stærsta áskorun í heilbrigðis- og öryggismálum í Evrópu í dag, en hún leiðir til gríðarlegs kostnaðar í formi mannlegrar þjáningar og efnahagslegrar frammistöðu. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar sem birtist í frétt á vefsíðu Vinnuverndarstofnunar Evrópu nýverið.

Vinnutengd streita verður til þegar ósamræmi er milli krafna eða álags vinnuumhverfisins annars vegar og hæfni, getu og þarfa starfsmanna hins vegar. Streita á vinnustað er því samspil starfsmannsins og vinnuumhverfisins og verður til þegar kröfur vinnuumhverfisins eru umfram það sem starfsmaðurinn hefur hæfni eða getu til þess að aðlagast.

Í netkönnun á vegum Hauks Sigurðssonar sálfræðings var spurt hvað það er sem veldur fólki streitu á vinnustað og voru niðurstöðurnar eftirfarandi:

  • 35% Vinnuálag
  • 17% Ótti við að missa starfið
  • 12% Of lág laun
  • 12% Yfirmaðurinn
  • 9% Samskipti við vinnufélaga
  • 6% Ekki starfið sem ég óska mér
  • 6% Annað
  • 2% Ekkert veldur mér streitu
  • 0% Samskipti við viðskiptavini

Rannsóknir hafa varpað ljósi á að helstu streituvaldar á vinnustað eru m.a. of mikið vinnuálag, of lítið sjálfræði í starfi, óskýr og mótsagnarkennd markmið/væntingar, erfiðleikar í samskiptum við yfirmenn og samstarfsmenn, atvinnuóöryggi og erfiðleikar með að finna jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Þeir sem finna fyrir mikilli streitu í starfi eru líklegri en aðrir til að veikjast af ýmsum heilsufarslegum kvillum og sjúkdómum, og upplifa minni starfsánægju og lífshamingju. Mikilvægt er að fyrirtæki og stofnanir meti með reglubundum hætti sálfélagslega áhættuþætti vinnustaðastreitu og grípi til aðgerða til að draga úr slíkum áhættuþáttum.

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Haukur Sigurðsson sálfræðingur

Gagnrýni

6 árangursríkar aðferðir við að gagnrýna

Flestum finnst óþægilegt að gagnrýna aðra og við erum oft óörugg gagnvart því hvernig er best að koma gagnrýni til skila. Ein algengasta ráðlegging um …

Lesa meira →
compliment sandwich

Hættu að bera hróssamlokuna á borð

Eins og líklega flest ykkar hef ég sinnt hlutverkum, til dæmis sem foreldri og stjórnandi á vinnustað, þar sem nauðsynlegt er að gagnrýna störf eða …

Lesa meira →
Hversdagslegar hetjur í Covid-19 faraldrinum

Hversdagslegar hetjur í Covid-19 faraldrinum

Ef þú hefur yndi af skáldsögum og bíómyndum þá er líklegt að þú hafir endurekið heillast af sögum af venjulegum einstaklingum sem, án fyrirvara, er …

Lesa meira →